Örsmátt hagkerfi

Greiningardeild Arion banka hefur unnið samantekt um utanríkisverslun á Íslandi.

Greiningardeildin segir að þó viðskiptaafgangur minnki er hann enn talsverður eða um ellefu milljarða króna á fyrsta fjórðungi þessa árs. Ferðaþjónustan ber uppi þjónustuútflutning en þar má sjá að styrking krónunnar veldur samdrætti í neyslu hvers ferðamannns og styttir dvalartíma þeirra. Íslendingar hins vegar ferðast sem aldrei fyrr til útlanda.

Sé horft framhjá verkfalli sjómanna er talsverður vöxtur í vöruútflutningi  og er það sökum hærra verðs á áli og aukningar framleiðslu í fiskeldi. Útflutningsverðlag í erlendri mynt hefur almennt þróast á hagstæðan hátt á meðan verðbólga er lítil og eldsneytisverð er en þá frekar lágt. Innflutningur ræðst af auknum kaupmætti heimila og í uppgangi byggingageirans.

Stóra spurningin næstu misseri er sú hvort útflutningsgreinar geta staðið undir háu gengi krónunnar en líklegt er að krónan verði yfirverðlögð til lengri tíma.

rtá

Nánar www.arionbanki.is