Orkuveitan klikkar í krísustjórnun!

Í þætti Jóns G. í kvöld:

Orkuveitan klikkar í krísustjórnun!

Í þætti Jóns G. í kvöld er farið yfir fyrirtækjamenningu Orkuveitunnar og þær grafalvarlegu ásakanir sem þar hafa verið bornar fram. Fá mál hafa vakið jafnmikla athygli að undanförnu og brottvikning Bjarna Þórs Júlíussonar, framkvæmdastjóra hjá ON, dótturfyrirtækis Orkuveitu Reykjavíkur, eftir að Áslaug Thelma Einarsdóttir kvartaði yfir óviðeigand framkomu hans í garð kvenkyns starfsmanna fyrirtækisins. Áslaugu var sagt upp í byrjun síðustu viku og í framhaldinu komst málið í hámæli en Áslaug segist hafa kvartað til starfsmannastjóra OR yfir framkomu Bjarna í yfir 18 mánuði. Það sérkennilega í þessu máli er hvað Orkuveitan hefur algjörlega klikkað í svonefndri krísustjórnun og lagt upplýsingar á borðið í stað þess að lýsa því yfir að ekki verði tjáð sig frekar um málið – en Bjarni Bjarnason, forstjóri félagsins, var ekki fyrr búinn að gefa út þá yfirlýsingu að hann ákvað að stíga til hliðar. Á meðan hefur býsna einhliða fréttaflutningur verið af málinu. Í krísustjórnun er grunnatriði að stíga fram og upplýsa eins og hægt er.

Nýjast