Orð Katrínar standast ekki skoðun

ÖBÍ segir fullyrðingar forsætisráðherra rangar:

Orð Katrínar standast ekki skoðun

Rósa María Hjörvar
Rósa María Hjörvar

Forsætisráðuneytið kannast ekki við að kjör öryrkja hafi verið bætt um níu milljarða króna, þvert á fullyrðingar Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra.

 Þetta er meðal þess sem fram kemur í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Öryrkjabandalags Íslands. Óskað var skýringa á þeirri fullyrðingu forsætisráðherra í ræðustól Alþingis um núverandi ríkisstjórn hefði varið níu milljörðum króna til að bæta kjör öryrkja. Hvernig sem á málið er litið er ljóst að fullyrðing forsætisráðherra um níu milljarða króna kjarabætur öryrkja stenst enga skoðun, segir í tilkynningu bandalagsins

 Linda Blöndal ræddi við Rósu Maríu Hjörvar sem fer fyrir kjarahópi ÖBÍ í þættinum 21 í kvöld. 

Ítarlega er fjallað um málið á vef Öryrkjabandalags Íslands: https://www.obi.is/is/utgafa/frettir/innistaedulaus-fullyrding-forsaetisradherra

Nýjast