Öll bæjarstjórnin hættir

All­ir sjö bæj­ar­full­trú­ar bæj­ar­stjórn Stykk­is­hólms munu hætta í vor. Enginn þeirra gefur kost á sér til end­ur­kjörs og ekki nóg með það heldur hættir Sturla Böðvarsson, fyrrverandi ráðherra bæði í bæjarstjórninni fyrir H lista og sem bæj­ar­stjór­i. Morgunblaðið segir frá í dag.

H- list­inn í bænum hefur nú þegar verið birtur og erJakob Björg­vin Jak­obs­son lög­fræðing­ur nefndur bæj­ar­stjóra­efni list­ans sem hefur stýrt bæjarfélaginu undanfarið kjörtímabil. Hinn listinn sem situr í bæjarstjórn er L-listinn, með 3 bæjarfulltrúa.

Tæplega 1200 manns hafa lögheimili í Stykkishólmi samkvæmt Hagstofu Íslands.