Ólafur eða rósa í forystu?

Ögmundur Jónasson situr nú sína síðustu daga á þingi en varamaður hans Rósa Björk Brynjólfsdóttir má líkleg þykja að taka við af honum þar sem hún sat í öðru sæti listans fyrir síðustu kosningar og hefur látið að sér kveða á þingi á tímabilinu í fjarveru Ögmundar. Á heimasíðu Ögmundar má sjá hvatningar til hans um að styðja Rósu.

Óljóst er þó enn hverjir gefi kost á sér á listann en Ólafur Þór Gunnarsson, læknir og bæjarfulltrúí í Kópavogi atti kappi fyrir kosningarnar 2013 við Ögmund um fyrsta sætið. Ólafur Þór var svo færður niður í þriðja sætið og Rósa upp um eitt vegna kynjareglna. Vera má að þau Rósa keppi nú um efsta sætið, og það eina sem flokkurinn hefur í kjördæminu nú. Ólafur hefur í það minnsta sýnt mikinn metnað fyrir því að leiða í Suðvestur.

Rósa Björk hefur verið varaþingmaður í kjördæminu júní–júlí 2013, janúar–febrúar og apríl 2015, janúar og apríl 2016, samkvæmt upplýsingum á vef Alþingi og nokkrum sinnum tekið sæti Ögmundar á þessu þingi. Áður starfaði Rósa sem aðstoðarmaður Steingríms J. Sigfússonar í fjármálaráðherratíð hans.

Ólafur Þór tók á þarsíðasta kjörtímabili nokkrum sinnum sæti sem varamaður Ögmundar fyrir kjördæmið frá árinu og einnig í lok árs  2013, þá sennilega í fjarveru Rósu Bjarkar.

Stjórn kjördæmaráðs VG í kjördæminu boðar til fundar í við Strandgötu í Hafnarfirði kl. 20 í kvöld og geta allir félagar í flokknum greitt atkvæði um tillögu ráðsins að uppstillingu á listann.