Ók yfir og drap 10 manns á gangstétt

Lögreglan í Toronto í Kanada yfirheyrir í dag 25 ára Toronto-búa, Alek Minassian, sem drap 10 manns og særði 15 þegar hann keyrði sendiferðabíl inn í mannfjölda á gangstétt í borginni rétt eftir hádegi að staðartíma í gær.

Minassian var handtekinn fljótlega eftir atburðinn og vekur sérstaka athygli að lögregla hafi ekki skotið hann til bana. Hann sagðist vera með byssu og kallaði til lögreglunnar um að skjóta sig. Viðkomandi lögreglumaður hélt ró sinni og kallaði til hans á móti að leggjast niður. Minassian reyndist svo óvopnaður. Hann er ekki á sakaskrá og ekki er vitað til þess að hann hafi nein tengsl við hryðjuverka- eða öfgasamtök.

Justin Trudeau forsætisráðherra Frakklands sagði á Twitter að árásin væri bæði sorgleg og óskiljanleg og þakkaði lögreglunni framgönguna í gær.

Fréttaþátturinn The National á CBC, kanadíska ríkissjónvarpinu, sýndi myndband af handtöku Minassians í gærkvöldi.

 

Bystander video provided to CBC News appears to show the apprehension of a suspect in connection with a van collision that left nine people dead and 16 injured in Toronto on Monday. pic.twitter.com/xZf3bIy5bD

— CBC News: The National (@CBCTheNational) April 23, 2018