Ófriðarbálið magnast á sýrlandi

Rússland og Sýrland eru sammála um að loftárásir tyrkneska flughersins séu óásættnalegar. Kúrdar teljast bandamann í átökum við vígasveitir ríkis íslam í Írak.

Nokkuð er á reiki við hverja Kúrdar berjast á Sýrlandi. En höfuðóvin þeirra telja Kúrdar samt vera Tyrki. Hryðjuverk Kúrda í borgum og bæjum víða í Tyrklandi eru tyrkneskum stjórnvöldum næg ástæða til að ráðast gegn Kúrdum sem eiga sér athvarf innan landamæra Sýrlands.

Talsmenn Kúrda telja tímabært að sett verði á flugbann yfir norðurhéruðum Sýrlands.  Verði það bann innleitt verður því fylgt eftir af flugher Sýrlands með fulltingi Rússlands. Rifja má upp að tyrknesk orrustuþota grandaði rússneskri herflugvél í nóvember árið 2015. 

Nokkrar NATO þjóðir há lofthernað gegn vígasveitum ríkis íslam víðsvegar á Sýrlandi og í Írak og fljúga NATO herflugvélar í árasarferðir frá flugherstöðvum í Tyrklandi. Ef flugherir Sýrlands eða Rússlands leggja til atlögu við tyrkneskra herflugvélar er NATO ríkið Tyrkland líklegt til bregðast við með afgerandi hætti. Ófriðarbálið magnast á Sýrlandi.