Of löng bið eftir skattalækkunum

Hagfræðingur ASÍ segir tekjulægstu hópana í þjóðfélaginu ekki hafa tíma til að bíða eftir að skattalækkanir í tengslum við kjarasamninga í apríl skili sér. Stærstur hluti boðaðra tekjuskattsbreytinga skili sér á þarnæsta ári en ekki því næsta. 
 
 

Svokallaðir lífskjarasamningar voru undirritaðir í vor og aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að greiða fyrir gerð þeirra voru umfangsmiklar og munaði mestu um upptöku þriggja þrepa tekjuskattskerfis. Útfærsluna kynnti svo fjármálaráðherra í gær þegar fjárlagafrumvarpið var birt. 

„Það er verið að leggja þar til lækkun á tekjuskatti einstaklinga um 21 milljarð. Þannig að heimilin munu auðvitað finna fyrir því,“ segir Henný Hinz hagfræðingur ASÍ.