Óánægja er meðal margra af stærstu hluthöfum eikar

Óánægja er meðal margra af stærstu hluthöfum fasteignafélagsins Eikar um áform félagsins um að fjárfesta í lagerhúsnæði í Bretlandi. 

Félagið tilkynnti í lok ágúst að það hefði skrifað undir áskriftarloforð upp á 10 milljónir punda, tæplega 1,5 milljarða króna, fjárfestingu í framtakssjóðnum NW1 UK Logistics LP í Bretlandi. Þá er stefnt á að stjórn félagsins fái heimild til að allt að 5% af eignum félagsins verði erlendar. Heildareignir félagsins námu um 90 milljörðum króna í lok síðasta ársfjórðungs, sem þýðir að erlendar fjárfestingar Eikar gætu numið allt að 4,5 milljörðum króna að öðru óbreyttu.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/hluthafar-osattri-vid-utras-eikar/149804/