Ó­þolandi að sitja undir að­dróttunum

Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, Bjarnheiður Hallsdóttir, segir það óþolandi fyrir bæði veitingarekstur og ferðaþjónustu að þau þurfi að sitja undir aðdróttunum Þórarins Ævarssonar, framkvæmdastjóra IKEA, um okur ferðaþjónustuaðila. Hún segir hann hafa sleppt ýmsu við reikninga sína, eins og sterku gengi íslensku krónunnar. 

Bjarnheiður svarar Þórarni í grein sem birt var á vef Fréttablaðsins fyrr í dag. 

Í erindi sínu í gær hvatti Þórarinn ferðaþjónustubændur til að snar lækka verð á mat. Okrið hafi gert það að verkum að ferðamenn sofi nú í bílunum og eldi sjálfir matinn. Lausnin fyrir ferðaþjónustuna felist í hraustlegum verðlækkunum og meiri sölu.

Í grein sinni segir Bjarnheiður að verslanir IKEA séu hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum sínum inni eins lengi og hægt er. Þar séu stóreldhús og sjálfsafgreiðsla sem geri þeim kleift að selja sínar vörur og matvæli á lágu verði.

„Verslanir IKEA eru hannaðar með það í huga að halda viðskiptavinum eins lengi inni í versluninni og hægt er.  Hluti af þeirri stefnu er rekstur veitingastaðar, þar sem einfaldar máltíðir úr stóreldhúsi eru seldar á frekar lágu verði.  Í gegnum tíðina hafa sænskar kjötbollur verið vinsælasti rétturinn á matseðlinum. Ekki þarf að taka það fram að í teríunni er sjálfsafgreiðsla og reiknað með að gestir gangi líka frá eftir sig að máltíð lokinni. Hvort terían er rekin sem sjálfstæð eining með arðsemiskröfu eða sem stuðningsþjónusta við húsgagnasöluna veit ég reyndar ekki,“ segir Bjarnheiður.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/saf-svarar-orarni-oolandi-a-sitja-undir-slikum-adrottunum