Nýtt myndver hringbrautar á 2,8 milljónir

Heildarkostnaður við nýtt og betra myndver hjá sjónvarpsstöðinni Hringbraut er 2,8 milljónir króna og er þetta ein viðamesta framkvæmd sem sjónvarpsstöðin hefur ráðist í, samhliða nýrri og bættri dagskrá.

Nýja myndverið er hannað af Maríu-Magdalenu Ianchis og Bjarna Svan Friðsteinssyni og gefur kost á því að vera með viðmælendur í þremur ólíkum settum sem auðvelt er að skipta á millli í dagsins önn. \"Það var enda markmiðið,\" segir Sigmundur Ernir Rúnarsson, dagskrárstjóri Hringbrautar \"að gera okkur kleift að vinna meira efni. Við erum að sækja fram með klukkustundarlöngum fréttaþætti alla daga vikunnar og þurfum því að geta tekið aðveldlega á móti fjölda fólks á hverjum degi.\"

Linda Blöndal, ritstjóri fréttaþáttarins 21 segir kostnaðinn við nýja myndverið vera á áætlun: \"Þetta eru náttúrlega okkar peningar - og af því að við eigum mjög lítið af þeim reynum við að fara vel með þá.\"