Nýr spjallþáttur Loga Bergmann hjá Símanum

Sjónvarp:

Nýr spjallþáttur Loga Bergmann hjá Símanum

Logi Bergmann Eiðsson
Logi Bergmann Eiðsson

Logi Bergmann snýr aftur í sjónvarp í vetur hjá Símanum. Hann undirbýr nú nýjan spjallþátt sem hefur göngu sína á næstu vikum. Í þáttunum mun Logi fá einn aðalgest og fara í gegnum líf og starf viðkomandi. 

Fyrir er Logi með þáttinn Ísland vaknar á K100 ásamt þeim Rikku og Rúnari Frey. Skot productions, fyrirtæki Ingu Lindar Karlsdóttur framleiðir spjallþátt Loga. Eftir á að koma í ljós hvernig tekst til, en ljóst er að Logi er með betri spjallþáttastjórnendum landsins og alltaf léttur.

Nýjast