Nýr frétta- og umræðuþáttur á hringbraut

21 er nýr og nýr frétta og umræðuþáttur á Hringbraut sem hefur göngu sína í kvöld, þriðjudaginn 4.september. Heiti þáttarins vísar í tímasetningu hans en hann hefst kl. 21 alla virka daga og er til kl. 22

 21 er í umsjón Lindu Blöndal, Sigmundar Ernis Rúnarssonar, Margrétar Marteinsdóttur og Þórðar Snæs Júlíussonar, ritstjóra Kjarnans. Auk þeirra færir Snædís Snorradóttir áhorfendum daglega fréttir úr ólíkum kimum samfélagsins. 

Í þáttinn 21 koma viðmælendur víða að og þar verða sagðar sögur og fréttir dagsins í dag.

Þjóðmál, pólitík, menning, mannlíf, heimili og lífstíll er allt innifalið í þættinum - Fjallað er jafnan um heilsu og heimili, leikhús og ferðalög – innan um upplýsandi og kröftuga umræðu um helstu fréttamálin.