Nýr framkvæmdastjóri eflingar

Viðar Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Eflingar stéttarfélags. Viðar mun starfa náið með forystu félagsins í samningagerð og mótun hennar. 

Viðar var einn stofnenda Róttæka sumarháskólans. Á vefsíðu Eflingar segir að hann hafi starfað að  samfélagsmálum í gegnum rannsóknir og kennslu á háskólastigi. Viðar er með doktorspróf frá Ohio State University og hefur m.a. starfað sem kennari við Háskólann á Bifröst, Endurmenntun Háskóla Íslands og Listaháskóla Íslands.

Í brúnni eru því harla miklar breytingar hjá Eflingu.

Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri Eflingar hættir þá störfum hjá stéttarfélaginu, en hann hefur starfað hjá félaginu frá stofnun og þar áður hjá Dagsbrún.