Nýr breskur prins kominn í heiminn

Katrín hertogaynja af Cambridge eignaðist dreng

Nýr breskur prins kominn í heiminn

Nýr breskur prins kom í heiminn um klukkan 11 í morgun, sonur Katrínar hertogaynju af Cambridge og Vilhjálms Bretaprins. Bæði bæði móður og barni heilsast vel.

Stór breskur fáni hefur verið restur á Windsor kastala til að fagna fæðingunni og formleg tilkynning var sett á gyllt statív í hallargarðinum.

Í tísti frá Kensington-höll á Twitter segir að drengurinn sé um 15 merkur og að Vilhjálmur hafi verið viðstaddur fæðingu sonarins. Þá segir líka á Twitter að fjölskyldan, þar á meðal drottningin hafi verið látin vita af fæðingu drengsins.

Nýi prinsinn er nú sá fimmti í erfðaröð krúnunnar. Breskir fjölmiðlar voru með beinar útsendingar frá því í morgun að Katrín var lögð inn á fæðingardeild St. Mary's-sjúkrahússins í London.

Nýi drengurinn er þriðja barn hjónanna, en fyrir eiga þau strák og stelpu, sem fæddust 2013 og 2015.

 

Nýjast