„nýjar ógnir, versnandi horfur“

Í stuttum formála að spurningunni röktum við vísbendingar um að varnarmál, það er hernaðarstarfsemi, séu fyrirferðarmeiri í störfum íslenskra stjórnvalda nú en um langa hríð: nýja stefnuyfirlýsingu NORDEFCO, Vision 2025; nýlegar fréttir um aukin hernaðarútgjöld íslenska ríkisins á undanförnum árum og í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi; Trident Juncture-æfingu NATO-ríkja; nýafstaðna ráðstefnu um gereyðingarvopn og fleira.

Nú að morgni miðvikudagsins 21. nóvember barst ritstjórn svar frá ráðuneytinu, eða öllu heldur viðbragð, því spurningunni sjálfri, hvort varnarmál hafa einhvern tíma á seinni árum verið jafn stór hluti af viðfangsefnum utanríkisráðherra og ráðuneytisins og þau eru nú, fékkst ekki hreint og beint svar.

„Nýjar ógnir, versnandi horfur“
 

Viðbragð ráðuneytisins hefst aftur á móti á því að raktar eru „nýjar ógnir, versnandi horfur í öryggismálum á alþjóðavísu og breytt öryggisumhverfi í Evrópu í kjölfar átaka í Úkraínu og innlimunar á Krímskaga árið 2014“. Allt er það sagt hafa „kallað á aukinn viðbúnað á sviði öryggis- og varnarmála“. Þá er upptalning ritstjórnar á ummerkjum um vaxandi fyrirferð hernaðarþátttöku landsins eiginlega endursögð, umorðuð, í bréfi ráðuneytisins. 

Nefnir ráðuneytið nefnir „aukin framlög Íslands til varnarmála á umliðnum árum“, sem séu „hluti af þessari þróun og hinu breytta öryggisumhverfi í Evrópu og á norðanverðu Atlantshafi“. Loks vísar það, nú samkvæmt venju, til þjóðaröryggisstefnu Íslands og segir vinnu ráðuneytisins að málaflokknum vera „í samræmi við“ stefnuna.

Nánar á

https://kvennabladid.is/2018/11/21/nyjar-ognir-versnandi-horfur/