Ný viðhorf til ferðalaga

 

Í þættinum í kvöld er rætt um umfang Airbnb á Íslandi en þessi leigumáti er ekki bara bundinn við miðborg Reykjavíkur heldur líka staði eins og Akureyri og Borgarnes. Gunnar Alexander Ólafsson, hagfræðingur hjá Umhverfisstofnun er einn höfunda skýrslu um húsnæðismálin og ferðaþjónustuna sem kom út árið 2015 og greinir frá stöðunni í þættinum. Sigmundur Ernir fór á rölt í nístingskulda á Sæbrautinni með Helga Jóhannessyni, stjórnarmanni í Ferðafélagi Íslands og ræddi um hve auðvelt er að stunda fjallgöngur að vetri til. Hann hittir líka Daníel Snævarsson þar sem hann undirbýr nokkurra mánaða heimsreisu með konu sinni.

Ekki síst hittum við unga menn hjá fjölþjóðaskriftofunni Kilroy sem setur saman ferðir fyrir ungt fólk og námsmenn aðallega. Afríka verður vinsælli, umhverfisvernd áberandi og sjálfboðaliðastörf í sumarfríinu.

Ferðalagið er frumsýnt í kvöld kl. 20. Umsjón með þættinum hefur Linda Blöndal og Sigmundur Ernir