Ný verk­a­lýðs­for­yst­a vilj­i frek­ar brjót­a líf­eyr­is­kerf­ið nið­ur

Eldri verkalýðsforingjar tóku sér fyrst og fremst það hlutverk að vera bakhjarl lífeyrissjóðakerfisins, unnu að umbótum á því innan kerfisins og tóku þátt í uppbyggingu þess. 

Ný forysta hefur séð sér hag í því að kynda undir gagnrýni á lífeyrissjóðina og sumir í forystusveitinni hafa frekar verið í að brjóta niður en að byggja upp. Það hefur smitað mjög mikið út frá sér,“ segir hann í viðtali við Viðskiptablaðið.

Haukur hefur starfað hjá lífeyrissjóðnum í 34 ár og mun fara á eftirlaun í sumar.

„Auðvitað tökum við mark á gagnrýni þeirra og hlustum á það sem þeir segja. En margt af því finnst mér samt ekki vera jafn málefnalegt og maður skyldi kjósa og þeir gætu frekar tekið þátt í með okkur hinum að byggja upp öflugt kerfi,“ segir Haukur.

Nánar er fjallað um málið hér.