Ný þungunar­rofs­lög í gildi í dag

Frum­varp heil­brigðis­ráð­herra um þungunar­rof tók gildi í dag. Frum­varpið var sam­þykkt af Al­þingi þann 13. maí síðast­liðinn og sagði Svan­dís Svavars­dóttir við til­efnið að frum­varpið markaði þátta­skil í sögu sjálfs­á­kvörðunar­réttar kvenna á Ís­landi.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins.

Eins og Frétta­blaðið greindi frá á sínum tíma reyndist málið afar um­deilt. Með frum­varpinu er konum heimilt að rjúfa þungun allt til loka 22. viku þungunar. Sakaði Birgir Þórarins­son, þing­maður Mið­flokksins for­sætis­ráð­herra meðal annars um hrossa­kaup vegna málsins. Þannig hafnaði Al­þingi til að mynda til­lögu Sig­mundar Davíðs Gunn­laugs­sonar, formanns Mið­flokksins, um að fresta af­greiðslu frum­varpsins.

Þetta er aðeins brot úr frétt Fréttablaðsins. Hér má lesa fréttina í heild sinni.