Ný þróunarmarkmið

Varað er við alfeiðingum þessa að virða að vettugi hnignandi ástand sjávar. Forseti Allsherjarþings hinna Sameinuðu þjóðanna (Sþ) Peter Thomson segir nauðsynlegt að horfast í augu við þá staðreynd að án heilbrigðs og sjálfbærs úthafs sé mannlíf á jörðinni í hættu. Hann leggur áherslu á hlutverk þjóðþinga í að snúa þróuninni við. Hann sagði stefnumótun og lagasetningu lykilatriði til að aftur verði komið á sjálfbærni í heimshöfunum.

Alþjóða þingmannasambandið og Sþ héldu sameiginlegan fund um þessi mál í tengslum við ný þróunarmarkmið Sþ til ársins 2030. Leiðarstjarna fundarins voru málefni heimshafa undir einkunnarorðunum Vernd hafsins og jarðarinnar og mannlegrar velferðar. Þátttakendur ályktuðu að mikilvægustu aðgerðir til verndar hafsvæðum byggðust á lagasetningu og reglugerðum. Nauðsynlegt sé að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði í þróunarríkjum og í iðnríkjum.

Nána www.althingi.is