Ný rannsókn á sölu búnaðarbankans

Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis afgreiddi frá sér í dag þingsályktunartillögu um að sett verði af stað rannsókn á sölu Búnaðarbankans og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser árið 2003. Tillagan verður lögð fyrir alþingi á næstu dögum.

Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd Alþingis afgreiddi frá sér í dag þingsályktunartillögu um að sett verði af stað rannsókn á sölu Búnaðarbankans og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser árið 2003. Tillagan verður lögð fyrir alþingi á næstu dögum og sagðist Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar í viðtali við Lindu Blöndal, þess fullviss um að meirihluti þingmanna muni samþykkja hana. Viðtalið verður klukkan 21. í kvöld á Hringbraut.

 Nefndin leggur til að valinn verði einn sérfröður einstaklingur til að fara með rannsóknina.

Tryggi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis kom fram í vikunni á fundi þinnar nefndar með þau skilaboð að honum hefði borist nýjar upplýsingar um aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser við söluna á Búnaðarbankanum árið 2003 en uppi hafa verið kenningar í mörg ár um að bankinn hafði bara verið leppur þeirra sem keyptu bankann, hins svokallaða S-hóps sem í forsvari voru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins, Seðlabankastjóri og á þeim tíma forstjóri VíS og Ólafur Ólafsson, fjárfestir. Ögmundur sagðist ekki vita hvaða upplýsingar Umboðsmaður væri með og gat ekki upplýst um það.

Frá bankasölunnu hefur þótt tortryggilegt að þýski bankinn hafi selt hlut sinn til S-hópsins, fjármagnað kaup sem svo rann til þeirra í hópnum.  Það hafa verið efasemdir í áraraðir um að þýski bankinn hafi nokkru sinnum lánað eitt né neitt.

Ríkisendurskoðn fór á sínum tíma þó, árið 2006, yfir söluna og ekkert var fundið að henni sem gaf tilefni til neinna aðgerða. Þýski bankinn staðfesti að hann hefði komið raunverulega að kaupunum. Og staðfest af endurskoðendum þar ytra. Ögmundur segir að í ljósi bréfs Umboðsmanns til nefndarinnar sé málið litið alvarlegum augum, umboðsmaður sé ekki bara einhver úti í bæ og hann beri að taka alvarlega. Telji hann ástæðu til að skoða málið nánar skuli það gert.