Nú grætur argentína söltum tárum

Arg­entínsk­ir fjöl­miðlar tæta arg­entínska landsliðið í sig í um­fjöll­un sinni eft­ir háðuæegt 3:0 tap Arg­entínu­manna gegn Króöt­um á HM í knatt­spyrnu í gær þar sem þeir voru hreinlega yfirspilaðir á köflum.

„Hafi leik­ur­inn á móti Íslend­ing­um valdið efa­semd­um þá eyðilagði leik­ur­inn á móti Króöt­um drauma þúsunda. Þeir sem höfðu enn trú á liðinu eft­ir leik­inn á móti Íslend­ing­um fengu þungt högg á höfuðið. Það er eng­in von. Þetta er ekki lið,“ hefur mbl.is eftir arg­entínska blaðinu Cl­ar­in í dag. Og ennfremur: „Arg­entína var niður­lægð af Króa­tíu og það verður mjög erfitt að kom­ast áfram upp úr riðlin­um,“ seg­ir í um­fjöll­un blaðsins La Capital. Og það vantar ekki saltið í sárin: „Arg­entína var vitni að mar­tröð og tapaði leikn­um 3:0. Leik­ur­inn var merki um al­gjört hrun arg­entínska landsliðsins,“ seg­ir í um­sögn blaðsins La Voz. Loks vitnar Moggi í fótboltatímaritið Olé: „Þjálf­ar­inn fann ekki átta­vita fyr­ir lið sem hef­ur ekki skýr­an leikstíl. Hann breytti liðinu frá leikn­um á móti Íslandi en það var ekki að sjá,“