Norskur ráðherra segir af sér

Per Sand­berg sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Nor­egs mun segja af sér seinna í dag, í kjöl­far hneyksl­is­máls um Írans­ferð hans fyrr í sum­ar. Þetta herma heim­ild­ir Af­ten­post­en. 

Sand­berg hefur mætt harðri gagn­rýni eftir að í ljós kom að hann hafi brotið fjölda örygg­is­reglna emb­ættis síns með því að hafa ferð­ast til Íran með kær­ustu sinni í júlí, en hvorki hans eigið ráðu­neyti né for­sæt­is­ráðu­neytið fengu að vita um heim­sókn­ina fyrir fram. Ráð­herr­ann sagð­ist ekki hafa til­kynnt ferð­ina þar sem hún hafi verið hluti af breyttum ferða­plönum síns og kær­ustu sinn­ar, en hann ætl­aði upp­haf­lega til Tyrk­lands. 

Nánar á

https://kjarninn.is/frettir/2018-08-13-norskur-radherra-segir-af-ser/