Norskar útgerðir borga margfalt meira

Guðmundur Þ. Ragnarsson, formaður VM, er gestur í Þjóðbraut í kvöld þar sem hann bendir á mikinnn mun á skiptaverði fisks hér og í Noregi. Hann vill vita hverju það sætir og  spyr hvort aðskilja verði veiðar og vinnslu. Þannig verði sama fyrirtæki ekki bæði seljandi og kaupandi aflans.

„Það er ekkert eftirlit með þessu og engin opinber stofnun sem beri saman erlend markaðsverð og útflutningsverð afurða frá Íslandi.“

Guðmundur segir sjómönnum mikil alvara í að fá að vita hvert endanlegt söluverð aflans er. Sjómenn eru með lausa kjarasamninga