N-Kórea hættir við fundinn á morgun

Heræfingar sagðar ögrun:

N-Kórea hættir við fundinn á morgun

Norður Kórea hætti skyndilega síðdegis í dag við fyrirhugaðan fund háttsettra embættismanna Kóreuríkjanna sem átti að vera á morgun, miðvikudag. Ástæðan er  árlegar sameiginlegar æfingar flugherja Suður Kóreu og Bandaríkjanna.

Á fundinum á morgun átti að fylgja eftir meginatrðum sem leiðtogar Kóreuríkjanna urðu ásáttir um á sögulegum fundi 27. apríl s.l.

Norður Kóreska fréttastofan KCNA sagði heræfingarnar vera ögrun og æfingu á innrás. Bandaríkin voru líka vöruð við hugsanlegri frestun leiðtogafundar Donalds Trump og Kim Jon-un, sem ráðgerður er 12. júní n.k.

Norður Kóreumenn hertu svo enn á viðvörun sinni um leiðtogafundinn með að í raun hóta að hætta alfarið við hann ef Bandaríkin héldu fast við kröfur um ríkið gæfi alfarið frá sér alla kjarnorkuþróun.

 

Nýjast