Nóg til af endurskinsmerkjum

Óteljandi möguleikar eru í boði til þess að sjást betur í myrkrinu og festa á sig einhvers konar endurskinsmerki.  Þórhildur Elín Elínardóttir samskiptastjóri Samgöngustofu ræddi þetta í þættinum 21 á Hringbraut mánudagskvöldið 17. desember. Núna er sérstaklega dimmt úti og slæmt skyggni, ekki snjór til að birta til né annað.

Dökkklætt fólk, börn og svartir hundar ættu að vera kyrfilega merkt með endurskinsmerkjum líkt og reyndar allir, sama hvernig flíkur eru eða feldur er á lit.

Sýnum tillitssemi svo ekki þurfi grandalaus ökumaður að aka niður hina dimmklæddu.

Viðtalið í heild sinni er að finna í spilaranum hér að neðan: