Njósnað um Hörð í byltingunni

Bókin Bylting er komin út um sögu Búsáhaldabyltingarinnar:

Njósnað um Hörð í byltingunni

Hörður Torfason, skipuleggjandi Búsáhaldabyltingarinnar fyrir áratug, lét sér í léttu rúmi liggja þótt augljóslega væri fylgst með ferðum hans á þessum mesta uppreisnartíma í seinni tíma sögu lýðveldisins. Hann hafi haft njósnir af njósnunum jafnt heima og heiman.

Þetta kemur fram í kröftugu viðtali við söngvaskádlið dáða í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í kvöld þar sem hann fer yfir hugmyndafræði og aðdraganda Búsháhaldabyltingarinnar og hvernig að henni var staðið frá degi til dags, en Hörður var að senda fré sér bókina Bylting sem segir þessi merkilegu sögu á mjög persónulegan og sannfærandi hátt.

Hörður segir í viðtalinu að byltingin hafi tekist fullkomnlega og hún skilji eftir sig gagnrýnara samfélagi þar sem hlutunum sé ekki lengur tekið vísum - og í reynd hafi hún rænt stjórnmálastéttina einkaleyfi hennar á pólitíkinni í landinu.

Frétta- og umræðuþátturinn 21 hefst klukkan 21 í kvöld eins og nafnið gefur til kynna.

 

 

Nýjast