Níu flokkar leggjast gegn hatursorðræðu

Framboðsflokkarnir í Reykjavík

Níu flokkar leggjast gegn hatursorðræðu

Í kjölfar frambjóðendafundarins í Ráðhúsinu síðasta laugardag https://www.facebook.com/events/587824738254002/ sendi Sabine Leskopf, einn frambjóðendanna á lista Samfylkingarinnar boð til allra framboða í Reykjavík að taka undir eftirfarandi yfirlýsingu: 

„Við fögnum fjölmenningarlegu samfélagi í Reykjavík og heitum því að nota hvorki hatursorðræðu í komandi kosningarbaráttu né að notfæra okkur fordóma gegn innflytjendum.“

Eftirfarandi 9 flokkar hafa tekið undir: Samfylkingin, Sósialisturflokkur Íslands, VG, Píratar, Sjálfstæðisflokkur, Framsókn, Viðreisn, Kvennaframboðið og Alþýðufylkingin.

Nýjast