„klausturgögnin" níða niður sterkar konur

Þingkonurnar Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, Hanna Katrín Friðriksen, Viðreisn og Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi þingkona Sjálfstæðisflokks og forseti Alþingis mættu til Lindu Blöndal í þættinum 21 í kvöld.

Þing­menn Miðflokks­ins og Flokks fólks­ins létu falla ummæli um sam­starfs­menn sína á þingi á barn­um Klaustri í síðustu viku sem voru mjög niðrandi og kynferðisleg gagnvart Alþingiskonum. 

„Ég get sagt að það sem Gunnar Bragi sagði um mig að mér gat ekki verið meira sama“, segir Oddný G. Harðardóttir. Gunnar Bragi kallar Oddnýju ekki kunna, neitt eða vita neitt og geta ekki neitt og hún sé apaköttur í upptökum sem Stundin og DV hafa birt ídag. „Við erum búin að vera níu ár saman í pólitík og erum ósammála í grundavallaratriðum og margoft tekist á ég væri hissa ef honum þætti ég ekki apaköttur í pólitík. Þannig að það hreyfði ekki við mér. Hins vegar þegar Inga Sæland er uppnefnd á svona ógeðfelldan hátt og allt sem er sagt um hana og uppnefnið sem er notað til að taka hana niður og þegar tala er um Silju Dögg og þegar kvenfyrirlitningin kemur meira í ljós þá fer að fara um mann“, segir Oddný.

 Unnur Brá Konráðsdóttir fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og forseti Alþingis segir ummæli um sig í þessum upptökum um að vera \"kræf kerfiskerling\" minna sig á lagið „Hann var kræfur karl og hraustur“ og hún ætli að taka þessum ummælum í þeim anda. „En þetta er bara dapurlegur dagur“, segir Unnur og fólk tali oft óvarlega. „En þarna er þetta ansi mikið og þessi kynferðislegi undirtónn. Ég lít þannig á að þarna er verið að tala um sterkar konur sem eru kannski einhver ógn“.

Hanna Katrín Friðriksen segir þetta: „Það er tvær meginlínur. Annars vegar þessi gamla saga um að þarna er verið að lýsa því hvernig karlar eru að hygla hver öðrum og vilyrði um að fá greiða endurgoldinn síðar og þá meina ég sendiherrastöður“. Þar vísar Hanna Katrín til þess sem Gunnar Bragi segir í upptökunum að þegar hann var utanríkisráðherra myndi hann fúslega gera Geir H. Haarde að sendiherra en þá yrði að gera honum á móti greiða. „Það hverfur svo í skuggan af því sem er þessi ólýsanlega kvenfyrirliting sem laumar sér í gegnum hvert einasta komment eiginlega. Meira að segja karlinn, Logi Einarsson er tekinn niður með að hann sé í pilsi. Þetta er svo yfirgengilegt“, segir Hanna Katrín.