Netverslun matvöru fer vaxandi

Netverslun á matvöru færist stöðugt í aukana og stærsti kaupendahópur matvöru á netinu er á aldrinum 36 til 45 ára. Þetta segir Gunnar Egill Sigurðsson framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa í viðtali í Markaðstorgið á Hringbraut í kvöld. Samkaup hafa verið að auka áherslur í netverslun matvöru.

Hann ræðir einnig viðbrögð Samkaupa sem reka Kjörbúðina, Krambúðina og Nettó við samkeppni á matvörumarkaði og hvernig fyrirtækið hefur tekið á matarsóun, plastnotkun og samfélagsábyrgð.

Í síðari hluta þáttarins í kvöld er einmitt rætt um samfélagsábyrgð fyrritækja við Ketil Magnússon, framkvæmdastjóra Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, en fyrirtæki um allan heim leggja sífellt meiri áherslu á að sýna samfélagsábyrgð í starfsemi sinni.