Nei, það er ekki ólíft í miðbænum

Það eru gríðarlega heitar tilfinningar sem brjótast út þegar rætt er um Miðbæinn í Reykjavík. Jú, þetta er auðvitað eina raunverulega miðborgarumhverfið á Íslandi. Við höfum flest einhverjar skoðanir á því. Svo tengist þetta auðvitað heitasta málinu á Íslandi síðustu árin – hinum gríðarlega vexti ferðamennskunnar.

Grein þar sem lífinu við Laugaveg er fundið allt til foráttu hefur farið víða. Þar er meðal annars fárast yfir bílastæðum og utangarðsfólki – og verður að segja eins og er að ekki er það sérstaklega málefnalegt. Sum vandamálin sem þarna eru nefnd eru vissulega til staðar, en skýringarnar eru býsna margþættar.

Í fyrsta lagi er það fásinna að skortur sé á bílastæðum í Miðbænum. Sem íbúi þar veit ég að nær alltaf er hægt að finna stæði og oftast er það býsna auðvelt. Hvergi í alvöru miðborgum getur maður búist við að hægt sé að leggja bifreiðum beint framan við verslanir. Og það er ekki einu sinni hægt í Kringlunni eða Smáralind. Yfirleitt er hægt að finna bílastæði í mjög þokkalegri göngufjarlægð frá verslunum eða veitingahúsum. Í bílastæðahúsum er sjaldnast skortur á stæðum – þeim hefur reyndar fjölgað ört.

 Nánar á

http://eyjan.dv.is/eyjan/2019/01/10/nei-thad-er-ekki-olift-midbaenum-en-vid-thurfum-ad-skilja-hvernig-hann-breytist/