Nató-krísa stjórnarinnar skaðar ísland

Titringur er sagðurr vera innan þingflokks VG vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um stuðning við aðgerðir í Sýrlandi - og fer Rósa Björk Brynjólfsdóttir þar einna fremst í flokki, en hún hefur reynst stjórninni óþægur ljár í þúfu fram til þessa og breytir ekki um ham í þessu máli.

\"Hernaðaraðgerðir koma ekki á friði. Pólitískar viðræður og diplómatískar lausnir koma á friði,\" bendir hún á í Fréttablaðinu í morgun, en hún sat fund utanríkismálanefndar Alþingis í gærkvöld þar sem fjallað var um aðkomu Íslendinga að Sýrlandsárás Vesturveldanna sem hefur verið varin eð þeim rökum að þar hafi efnavopnaverksmiðja Sýrlandsstjórnar verið eyðilögð. Rósa segir fundinn hafa verið upplýsandi, en það breyti ekki hennar afstöðu og svo margra annarra vinstri manna, en hún segist hafa fengið mjög sterk viðbrögð við afstöðu sinni og mikinn stuðning víða að.

Vandi VG er auðvitað þessi, flokkurinn styður ekki veru Íslands í Nató - og þótt stjórrnarsáttmáli VG, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sé skýr að því leyti að Nató-aðild sé þar ekki til vandræða, þá kraumar deilan undir niðri. Það sést kannski best á orðum Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um helgina sem sagði íslensk stjórnvöld ekki styðja árásina \"sérstaklega\" og reyndi þar greinilega að rósa órólegu deildinaa innan síns flokks. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, segir ólíka stefnu flokkanna skýra, en minnir á að stjórnarsáttmálinn sé skýr.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar hefur orð á þessum vandræðagangi stjórnarinnar í Fréttablaðinu í morgun: \"Það væri miklu etri bragur á því að VG færi að viðurkenna að með ríkisstjórnarsetu sinni eru þau að styðja aðgerðir Nató. það er langbest að segja það hreint út. það skaðar utanríkisstefnu okkar að vera með einhverja hálfvelgju,\" segir hún og tekur undir þá almennu gagnrýni að yfirlýsingar stjórnarliða í málinu sé misvísandi.