Næsti vetur verður þungur

Offjárfestingar í bílaleigubílum

Næsti vetur verður þungur

Steingrímur Birgisson forstjóri ræðir við Morgunblaðið um fjölda ferðamanna á Íslandi. Steingrímur er forstjóri Hölds/Bílaleigu Akureyrar.

Steingrímur telur líklegt að í vetur verði róðurinn þungur hjá mörgum bílaleigum. Of margir bílaleigubílar séu á Íslandi miðað við eftirspurn.

Steingrímur vísar til þess að ferðamönnum hefur fækkað á Vestfjörðum og á Austfjörðum og fjöldi þeirra á Akureyri standi í stað.

Á Íslandi eru nú um tuttugu og sex þúsund bílaleigubílar.

Steingrímur telur að óraunhæfar væntingar um fjölda ferðamanna hafa valdið offjárfestingum í bílaleigubílum. Um þetta er fjallað í Morgunblaðinu í dag.

Nánar www.mbl.is

frettastjori@hringbraut.is

Nýjast