Næsta bond-mynd komin með vinnuheiti

Búið er að uppljóstra um vinnuheiti nýjustu kvikmyndarinnar um breska njósnarann James Bond. Myndin mun bera vinnuheitið Shatterhand og fyrirhugað er að tökur á myndinni hefjist 6. apríl næstkomandi.

Samkvæmt frétt Guardian hefur lengi verið orðrómur á sveimi um að Shatterhand væri meðal þeirra nafna sem kæmu til greina á nýjustu myndina um njósnarann og virðist sá orðrómur nú vera staðfestur.

Nafnið er komið frá dulnefni sem Bond-illmennið Ernst Blofeld notaðist við í einni af bókum Ians Fleming um njósnarann með einkennisnúmerið 007, You Only Live Twice.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2019190229550