Næringarnammi heilsumömmunnar

Hver kannast ekki við að missa öll tök á átinu yfir desembermánuð og bölva kílóunum svo í sand og ösku næstu mánuði á eftir. Rétt upp hönd !

En það er bara svo ferlega gott að leyfa sér yfir jólin og njóta alls þess gómsæta sem á boðstólum eru. Hrærivélin hefur ekki undan öllum bakstrinum og smákökubakkarnir tæmast jafnóðum.  

Heilsumamman Oddrún Helga Símonardóttir hefur hins vegar í gegnum árin þróað næringarnammi sem ætti að friða margar samviskur. Um ræðir gómsætar uppskriftir sem innihalda engan hvítan sykur og ekkert glútein og gefur gömlu góðu smákökunum ekkert eftir. 

Oddrún heldur námskeið þar sem hún kennir fólki réttu handtökin með hollu og næringarríku hráefni. Útkoman er einkar bragðgóð og útlitið á namminu mjög fallegt. 

\"\"

Nánar um næringarnammi í þættinum 21 í kvöld kl 21:00