Nær uppselt á báða landsleikina

Mikill áhugi er á leikjum íslensku fótboltalandsliðanna sem fram undan eru á Laugardalsvelli. Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum leik gegn Þýskalandi á laugardaginn en Ísland tryggir sæti sitt á HM með sigri.
 

Karlalandsliðið leikur svo fyrsta heimaleikinn í Þjóðadeild UEFA eftir tvær vikur, þann 11. september, gegn Belgíu sem nældi í bronsverðlaun á HM í Rússlandi í sumar.

Þegar þetta er skrifað eru um það bil 800 miðar eftir á hvorn leik en miðasala á Belgaleikinn hófst í hádeginu í dag. Gera má ráð fyrir því að miðar á báða leiki seljist upp í dag eða á morgun.

Laugardalsvöllur tekur 9.800 manns í sæti en aldrei hefur verið uppselt á leik hjá kvennalandsliðinu áður. Hér er hægt að nálgast þá miða sem eftir eru á viðureign Íslands og Þýskalands. Leikurinn hefst á Laugardalsvelli klukkan 14:55 á laugardaginn.

Nánar á

http://www.ruv.is/frett/naer-uppselt-a-bada-landsleikina