Myndband af katrínu frá árinu 2016 vekur mikla athygli: „er þetta sama manneskjan?“

Á hverri mínútu flýja 24 einstaklingar heimili sín. Það er aðstaða sem ekki nokkur maður vill lenda í. Þetta fólk lendir oft í mikilli neyð. Það er okkar skilda að hjálpa fólki og við getum tekið á móti fleirum.

Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í myndskeiði árið 2016. Myndskeiðið hefur vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum í dag vegna Sarwary og Safari fjölskyldnanna sem til stóð að vísa úr landi. Brottvísun fjölskyldnanna hefur verið frestað um viku. Hafa stjórnvöld verið harðlega gagnrýnd vegna málsins. Illugi Jökulsson deilir myndskeiðinu og spyr: „Er þetta sama manneskjan?“ Hið sama gerir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona. Hún spyr: „Hver man eftir þessari Katrínu Jakobsdóttur sem árið 2016 vildi vernda flóttafólk í neyð?“

Hér fyrir neðan má svo sjá myndskeiðið: