Mynd dagsins: sjáðu nýju götuna í miðbænum í reykjavík – „svona lítur hún út“

Egill Helgason birtir á Eyjunni mynd af nýrri götu í miðbænum, sem liggur frá Hafnarstræti og yfir að Hörpu. Egill segir:

„Svona lítur hún út, ný gata í miðbænum – liggur frá Hafnarstræti og yfir að Hörpu. Maður þarf þá varla að berjast lengur yfir vindasamt eyðisvæði til að komast að tónlistarhúsinu. Þarna ætti að vera skjól. Það er hins vegar spurning með sól – líklega verður hún ekki sérlega sólrík þessi gata.“

Þá bætir Egill við:

„En gatan er að sönnu ólík því sem við höfum átt að venjast í miðbænum. Hún er óvenju symmetrísk – í hverfi þar sem byggðin er dálítið mikið hippsum happs, húsin misjöfn hvað varðar stærð og stíl og frá ýmsum tímabilum.“

Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig hin nýja gata lítur út:

\"\"