Mynd dagsins: við þurfum að hætta þessu – svona leit ægisíða út í dag

„Getum við vinsamlegast hætt að henda blautþurrkum í klósettið?“ Þetta biður Vala Höskuldsdóttir fólk um  að hafa í huga eftir að hafa safnað saman gífurlegu magni af blautþurrkum á Ægisíðunni í dag. Hún segir að blautþurrkunar séu á víð og dreif um alla Ægisíðu. 

„Þetta er gífurlegt magn. Myndin sem ég tók er eingöngu af mjög litlu svæði, þær ná svo á einhvern hátt að bindast saman og mynda hálfgert reipi,“ 

segir Vala í samtali við Hringbraut.

Vala bendir einnig á að leiðbeiningar á blautþurrkum séu villandi og veldur það því að margir haldi að það sé góðu í lagi að sturta þeim niður í klósettið.

„Það stendur á mörgum blautþurrkupökkum að það megi sturta þeim niður, sem er augljóslega rangt miðað við magnið sem er hérna á ströndinni.

Veitur hafa undanfarið verið í kynningarherferð sem hvetur fólk til að vera ekki að sturta óþarfa niður klósettið, eins og blautþurrkum, þar sem þær geta ekki einungis endað í náttúrunni, heldur einnig vel myndað stíflur í klósettum landsmanna.

\"\"