Mynd dagsins: er kjúklingaáleggið mitt að mestu úr svínakjöti? - framleiðandi tekur vöruna úr sölu

„Uhhh... er kjúklingaáleggið mitt að mestu úr svínakjöti? Nú þurfum við að tala saman Kjarnafæði! Uppfært: Enginn grís hafi verið drepinn við gerð þessa kjúlla!“

Þetta skrifar Stefán Pálsson, sagnfræðingur og herstöðvaandstæðingur. Á mynd sem Stefán birtir með færslu sinni sést hvar innihaldslýsing á kjúklingaáleggi, frá fyrirtækinu Kjarnafæði, segir að áleggið innihaldi 80% grísakjöt. 

Fjörugar umræður hófust á veggnum hjá Stefáni um málið, en Kjarnafæði var snöggt að bregðast við. Sagði Kjarnafæði að um prentvillu væri að ræða á umbúðunum vegna mannlegra mistaka og að fyrirtækið ætlaði að fjarlæga vöruna úr verslunum landsins.

„Þarna er því miður um innsláttarvillu hjá starfsmanni að ræða þannig að kjúklingaáleggið fær ranga innihaldslýsingu. Verið er að vinna í því að fjarlægja vöru af markaði“