Mynd dagsins: enginn átti von á þessu frá áslaugu – birtist öllum að óvörum til að gera góðverk

Tryggvi Ingólfsson, sem er lamaður fyrir neðan háls, hefur lengi staðið í ströngu. Hann hafði dvalið við gott atlæti á dvalar- og hjúkrunarheimilinu á Kirkjuhvoli á Hvolsvelli í ellefu ár. Í byrjun síðasta árs þurfti hann að fara í aðgerð á Landspítalanum. Á meðan hann var fjarverandi skrifaði starfsfólk heimilisins undir undirskriftalista þess efnis að það myndi ganga út ef Tryggvi sneri aftur á Kirkjuhvol. Í næstum ár mátti hann dúsa í litlu herbergi á Landspítalanum í Fossvogi.

Ein af þeim sem sá aumur á Tryggva var Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, sem í dag var skipuð dómsmálaráðherra. Tryggvi birtir mynd af þeim saman og lýsir hvernig hún birtist öllum að óvörum til að gera góðverk. Tryggvi lýsir atburðarásinni á þessa leið:

„Á páskadag síðast liðin vetur birtist þessi unga stúlka öllum að óvörum inn á sjúkrastofu minni á lungnadeild Landspítalans en þar hafði ég þá dvalið í eitt ár frá því ég var útskriftarhæfur samkvæmt vottorði deildarlæknis.

Færði hún mér þessa fínu páskaköku sem bæði ég og starfsfólkið á deildinni nutum að borða. Nú er þessi unga stúlka orðin Dómsmálaráðherra og óska ég þér Áslaug innilega til hamingju með þetta ábyrgðarmikla starf sem þér er falið og ég veit að þú munt standa þig vel eins og í öðrum störfum sem þú hefur tekið að þér.“

\"\"