Munu bankar hverfa eins og hljómplötuverslanir?

Í upp­hafi voru bankar staður þar sem fólk gat komið með sína pen­inga og geymt þá á öruggum stað og fengið lán ef þörf var á. Bók­hald var eins og orðið ber með sér skráð í bækur og þannig hélst staða mála nokkuð lengi án stór­kost­legra breyt­inga. Spari­sjóð­unum fjölg­aði og svo fækk­aði þeim aft­ur. Bönkum fjölg­aði, þeir sam­ein­uð­ust, lentu í erf­ið­leikum og fót­uðu síg á ný eins og gengur og ger­ist. Fjár­mála­kerfið í dag ber keim af þess­ari sögu og til dæmis eru flest útibú Arion banka að grunni til spari­sjóðir sem runnu inn í Búð­ar­bank­ann, for­vera Arion banka.

Eins og flestir þekkja hefur mikil breyt­ing átt sér stað frá þeim tíma þegar meira og minna allar upp­lýs­ingar voru hand­skrif­aðar í banka­starf­semi. Nú er bók­hald raf­rænt og net­bankar, öpp ofl hafa rutt sér til rúms á innan við einni starfsævi. Það fólk sem hefur starfað lengi í bönk­unum man allar þessar breyt­ing­ar. Í dag er nokkuð rætt um þær breyt­ingar sem eru að byrja setja sitt mark á banka­starf­semi, eins og PSD2, open bank­ing, fin­tech ofl en þær eru í raun ekki svo ólíkar því sem gerst hefur á síð­ustu ára­tugum hvað hraða breyt­inga varð­ar.

Nánar á kjarninn.is

https://kjarninn.is/skodun/2018-06-27-munu-bankar-hverfa-eins-og-hljomplotuverslanir/