Mun kanna hvort um fjár­kúg­un sé að ræða

Stjórn Orku­veit­unn­ar hef­ur falið Helgu Jóns­dótt­ur, starf­andi for­stjóra OR, að fara yfir alla skýrsl­una og gera til­lög­ur um meðferð ein­stakra þátta sem fjallað er um í skýrsl­unni og leggja til viðeig­andi málsmeðferð. 

„Ég mun fara yfir það allt sam­an og gera mín­ar til­lög­ur til stjórn­ar­inn­ar en mun ekki tala um það við neinn ann­an fyrr en ég er búin að af­greiða þær til stjórn­ar­inn­ar,“ seg­ir Helga í sam­tali við mbl.is.

Meðal þátta sem hún mun skoða er tölvu­póst­ur Ein­ars Bárðar­son­ar, eig­in­manns Áslaug­ar Thelmu Ein­ars­dótt­ur, sem hann sendi stjórn­end­um OR. Þar krefst hann tveggja ára launa til Áslaug­ar sem miska- og rétt­læt­is­bóta vegna upp­sa­agn­ar henn­ar. Í lok bréfs­ins seg­ir hann að hægt sé að „klára málið okk­ar á milli“ eða fleir­um verði blandað í málið og fer hann fram á svar inn­an ákveðinna tíma­marka.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/11/20/kanna_hvort_um_fjarkugun_se_ad_raeda/