Mun ekki að víkja

Sigurður Ingi formaður Framsóknar á Þjóðbraut í kvöld:

Mun ekki að víkja

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir á Þjóðbraut í kvöld að hann sjái ekki fyrir sér að hann muni víkja úr stóli formanns á næstunni og muni bjóða sig aftur fram á næsta flokksþingi. Framsóknarflokkurinn er klofinn í afstöðu til forystunnar miðað við orð Gunnars Braga Sveinssonar, þingmanns og fyrrverandi ráðherra flokksins. Hann sagði í þættinum Svartfugl á Hringbraut á miðvikudag að formaðurinn Sigurður Ingi eigi að víkja og Lilja Alfreðsdóttir varaformaður taka við. Besti kosturinn sé þó Sigmundur Davíð Gunnlaugsson en hans tími muni koma seinna, sagði Gunnar Bragi. Miðstjórnarfundur Framsóknarflokksins er um helgina og búist við átökum þar. Aðspurður sagðist Sigurður Ingi „ekki hræðast“ að missa formannsembættið, óánægðar raddir séu sömu og áður og þær séu ekki margar.

 

Nýjast