Múmín vetrarbollinn í ár skarta sínu fegursta með vandaðri og fágaðri hönnun

Biðin eftir nýjasta vetrarbollanum í Moomin línunni er senn á enda. Í ár kynnir Moomin vetrarbollan Crown Snow Load þar sem snjóþung grenitré eru í  aðalhlutverki. Þetta er framhald af fyrri vetrarlínum Moomin sem sýnir vönduð vinnubrögð Tove Jansson. Hún notaði stuttar og skarpar línur til að túlka ljós og skugga í skammdeginu. Veturinn er túlkaður í myndskreytingunum eins og kemur fyrir þegar snjóþyngslin eru hvað mest og veturkonungur blæs og minnir á sig. Myndskreytingarnar eru byggðar á bók Tove Jansson Moominland Midwinter sem kom út árið 1957. Línan samanstendur af krús, skál, mini-krúsum og skeiðum. 

\"\"

Innblásturinn er fenginn úr fjölbreytni vetrarins

Dvali Múmínálfanna vekur athygli og samkennd um allan heim. Vetrarlínur Arabia eru allar byggðar á bók Tove Jansson Moominland Midwinter  og hafa þær verið framleiddar frá 2006 og notið mikilla vinsælda um allan heim. Arabia hefur skýrt vetrarbollann Crown Snow Load til að undirstrika túlkun Tove Jansson á vetrinum.  Fyrir sænskumælandi finnska höfundinn og myndskreytinn var veturinn hluti af fjölbreytileika norrænnar náttúru og veðurfari. Hún lýsti honum með sínu glöggu augum.  Jafnvel svo nákvæmlega að það getur reynst erfitt að finna réttu orðin á mismunandi tungumálum.   

\"\"

Crown snow Load vísar til mikils snjóþunga sem safnast hefur á þökum og trjátoppum. Þetta fyrirbæri er einkennandi í fjöllum og öðrum vindasömum og snjóþungum stöðum.

Línan kemur í sölu 22. október næstkomandi.

Myndir frá Heildversluninni Ásbjörn Ólafsson ehf.

\"\"

\"\"