Mótmæla lokun gatna í miðbænum

Eyjan.is greinir frá

Mótmæla lokun gatna í miðbænum

Miðbæjarfélagið hyggst kynna undirskriftarlista á morgun til mótmæla lokunum borgaryfirvalda á bílaumferð um Laugaveg, Bankastræti og Skólavörðustíg. Eru lokanirnar sagðar skaða rekstur fyrirtækjanna:

„Þær verslanir sem skrifa hér undir þetta bréf hafa allar starfað í miðbænum í 25 ár eða lengur, en samanlögð viðskiptasaga fyrirtækjanna er 1.689 ár. Við höfum því lifað tímana tvenna. Við höfum staðið vaktina þrátt fyrir tilkomu Kringlu, Smáralindar og fleiri verslunarkjarna víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Við eigum það öll sameiginlegt að leggjast gegn lokunum gatna í miðbænum. Lokanirnar hafa skaðað rekstur okkar verulega undanfarin ár. Nú er mál að linni og kominn tími til að borgaryfirvöld láti af öllum fyrirtætlunum um lokun gatna,“

Nánar á

https://eyjan.dv.is/eyjan/2019/03/18/motmaela-lokun-gatna-midbaenum-hafa-skadad-rekstur-okkar-verulega/

 

Nýjast