Morgunblaðið sakar eflingu um að reyna að ræna ríkisstjórnina völdum

Farið er hörðun orðum um framgöngu verkalýðsfélagsins Eflingar í yfirstandandi kjaraviðræðum í Staksteinum Morgunblaðsins í dag – og þá sérstaklega um kröfur félagsins á hendur ríkisstjórninni í tenglum við viðræðurnar.

Í pistlinum segir að ekki sé óþekkt að ríkisstjórn komi að kjarasamningum á lokametrunum til að höggva á hnútinn og liðka fyrir samningum. Hins vegar leysi það ekki samningsaðila undan ábyrgð:

„Þeir geta ekki sett fram fullkomlega óraunsæjar kröfur og beðið svo eftir að ríkisvaldið skeri þá úr snörunni.

Þá er afar sérkennilegt, svo vægt sé til orða tekið, þegar settar eru fram kröfur á hendur kjörnum fulltrúum almennings um að þeir afsali sér valdi í hendur fólks í einu verkalýðsfélagi sem að auki hefur veikt umboð eftir rýran stuðning félagsmanna í kosningu.“