Mögnuð sigurganga norðmanna

Norðmenn hafa tekið forsytuna í verðlaunakeppninni eftir 7. keppnisdag á vetrarólympíuleikunum í Pyeongchang. Noregur hefur alls hlotið 9 gullverðlaun og 26 verðlaun samtals.

Marit Björgen leiddi sigurlið Norðmanna í 5 km boðgöngu og krækti þar í sitt þriðja gull í Pyeongchang. Hún jafnaði um leið met landa síns Ole Einars Björndalen yfir flest verðlaun á vetrarólympíuleikum, 13 alls, og á möguleika á að slá það.

Norsku medalíurnar á leikunum eru orðnar einni fleiri en í Salt Lake City 2002 þegar Norðmenn unnu verðlaunakeppnina síðast. Þar áður hafði Noregur borið sigur úr býtum á fimm vetrarólympíuleikum: í Grenoble 1968, Oslo 1952, Garmisch-Partenkirchen 1936, St. Moritz 1928 og í Chamonix 1924.