Mjólkin sér á báti í verðhækkunum

Verð á hefðbundnum neysluvvörum heimilisins hefur svo að segja staðið í stað á undanförnum misserum, að því er Auður Alfa Ólafsdóttir, verkefnisstjóri verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands upplýsti í þættinum Heimilinu á Hringbraut í gærkvöld - en nefnir mjólkinu til sögunnar sem svarta sauðinn.

Hún segir sterkt gengi hafa skilað sér í verðlækkunum á innfluttri matvöru - og áberandi sé að þær íslensku framleiðslugreinar sem keppi við innlfutning hafi í nær öllum tilvikum lagað sig að þessari verðþróun. Hún nefnir þar innlenda grænmetisbændur sem vissulega hafi fundið fyrir högginu af komu Costco á markaðinn en hafi engu að síður tekið sér tak og svarað þeirri samkeppni með verðlækkunum á undanliðnum mánuðum.

Allt annað sé upp á teningnum hvað mjólkurvörurnar varðar, en verð á þeim snarhækki í skjóli einokunar og innflutningshafta, neytendum til armæðu sem tapi stórum á þeim lokaða markaði.

Heimilið er frumsýnt öll þriðjudagskvöld klukkan 20:00 og endursýnt daginn eftir, en einnigg er hægt að ná í þáttinn á vefnum hringbraut.is undir flipanum sjónvarp.