Minntu may á svikin lof­orð vegna brexit

Þingmenn Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP), sem styður minnihlutastjórn Íhaldsflokksins, kusu ekki með nokkrum frumvörpum er varða fjárlög ríkisstjórnarinnar í gærkvöldi en nokkrir þingmenn flokksins sátu hjá, á meðan aðrir kusu með þingmönnum Verkamannaflokksins. Þeir segja að þetta hafi verið gert til þess að senda Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, skilaboð um svikin loforð vegna Brexit. 

Samkvæmt Sammy Wilson, talsmanni flokksins í Brexit málum, hefur ríkisstjórnin svikið loforð sín um að Norður-Írland myndi ekki hljóta öðruvísi meðferð heldur en restin af Bretlandi í Brexit samningunum. Í samningunum er gert ráð fyrir því að Norður-Írland haldi áfram að vera hluti af tollabandalagi Evrópusambandsins í óræðan tíma, að minnsta kosti tímabundið, þar til samið verði um framtíðarsamband á milli ESB og Bretlands. DUP heldur því fram að erfitt muni verða að leysa Norður-Írland úr viðjum tollabandalagsins með núverandi samkomulagi.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/frettir/minntu-may-a-svikin-lofor-vegna-brexit